Salan jókst um 30 þúsund prósent eftir Netflix-þátt

mbl.is//Styrmir Kári

Kjartan Gíslason, meðstofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, segir að í kjölfar þess að fjallað var um fyrirtækið í heimildarþáttum á Netflix hafi salan aukist um 30 þúsund prósent fyrstu vikuna.

Fjallað var um framleiðslu Omnom í þáttunum Down to Earth with Zac Efron og fóru þættirnir í sýningu í júlí.

„Þegar þetta fór í loftið sprakk netsalan okkar erlendis nánast á einni nóttu. Ég held að fyrstu helgina höfum við farið yfir fimmtíu þúsund dollara í sölu,“ segir Kjartan í samtali í Morgunblaðinu í dag. Tökurnar fóru fram fyrir rúmlega tveimur árum og segir Kjartan að þau hafi næstum því gleymt að þættirnir væru í framleiðslu. Hann segir að þau hafi ekki gert sér neinar væntingar um að fá mikla umfjöllun í þáttunum og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert