Þrjátíu ný tilfelli innanlands

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Samtals greindust 30 ný tilfelli af Covid-19 innanlands í gær.

Greindust þau bæði hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. Helmingur þeirra sem smituðust var í sóttkví við greiningu, eða 15 manns. 

Alls eru 242 í einangrun og fjölgar þeim um 27 frá því í gær. 2.102 eru í sóttkví, sem er fjölgun um 812 frá í gær. 2.092 eru í skimunarsóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi. 

Beðið er eftir mótefnamælingu vegna þriggja smita sem greindust á landamærunum.

Tekin voru 1.512 sýni innanlands í gær og 759 á landamærunum. 

Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita mælist nú 59,7 á hverja 100 þúsund íbúa.

Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára eða 90 manns. Af öllum þeim sem eru í einangrun eru 215 á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestir eru á Suðurlandi, eða 9 talsins. Enginn er í einangrun á Austurlandi.

mbl.is