Áfram haustlegt veður

Esjan var vetrarleg í gær.
Esjan var vetrarleg í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag er spáð suðvestlægri eða breytilegri átt 3 til 10 metrar á sekúndu, en gengur í norðaustan 10 til 18 norðvestantil eftir hádegi. Víða dálitlar skúrir, en sum staðar él um landið norðanvert og lengst af úrkomulítið austantil. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn. 

Á morgun er spáð norðlægri átt 8 til 15, en hægari um landið norðaustanvert. Dálítil væta suðaustantil, og él fyrir norðan, en léttir til suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Rigning eða slydda við norðurströndina seint annað kvöld. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s, en hægari um landið NA-vert. Dálítil rigning SA-til, og él fyrir norðan, en léttir til SV-lands. Hiti 0 til 5 stig að deginum. Rigning eða slydda við N-ströndina seint um kvöldið.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt 8-13 og dálitlar skúrir eða él N-lands, en víða léttskýjað um landið S-vert. Lægir og styttir upp síðdegis. Hiti 1 til 8 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á föstudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 2 til 8 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp S- og V-lands seinnipartinn.

Á laugardag:
Ákveðin suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 6 til 11 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg átt og skúrir S- og V-lands, en léttskýjað um landið NA-vert. Hiti 4 til 9 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir breytilega átt með bjartviðri víða á landinu.

mbl.is