Fyrsta píanóið fær aftur sess í Húsinu

Píanó. Lýður Pálsson hér við hljóðfærið góða í Byggðasafni Árnesinga.
Píanó. Lýður Pálsson hér við hljóðfærið góða í Byggðasafni Árnesinga. Ljósmynd/Gunnar Páll Pálsson

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka fékk á dögunum að gjöf eitt elsta píanó landsins; sem er af gerðinni Cadby, smíðað árið 1855. Það sem meira er: hljóðfærið tengist sögu Hússins, hinni sögulegu byggingu þar sem aðsetur safnsins er.

Í umfjöllun um hljóðfærið í Morgunblaðinu í dag segir Lýður Pálsson safnstjóri þessa gjöf afar dýrmæta og í safnhúsinu verði píanóið sýningargripur og á góðum stundum megi nota það til tónlistarflutnings.

Í byggðasafninu er fyrir píanó, smíðað árið 1871. Lýður segist lengi hafa staðið í þeirri trú að það væri elsta píanóið frá tímum faktoranna; dönsku kaupmannanna sem stunduðu forðum verslunarrekstur á Eyrarbakka og bjuggu í Húsinu. Seinna fann Lýður með bókagrúski að eldra hljóðfæri hefði verið í kaupmannshúsinu og myndin skýrðist enn betur nú í vor þegar Glúmur Gylfason, lengi kennari og organisti við Selfosskirkju, hafði samband og sagði honum frá umræddu píanói, sem langamma hans og langafi höfðu átt. Þau voru Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason, sem kynntust í Húsinu árið 1887. Píanóið fylgdi þeim og afkomendum þeirra – og síðast áttu það systkinin Halla, Birna, Tryggvi og Kristbjörn Helgabörn í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert