Grunaðir um að hafa reynt að selja stolið reiðhjól

Lögreglumenn að störfum.
Lögreglumenn að störfum. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í dag, vegna gruns um að hafa stolið reiðhjóli og reynt að selja í gegnum Facebook.

Voru mennirnir yfirheyrðir í dag en að yfirheyrslu lokinni var þeim sleppt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

mbl.is