Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Varað er við að neyta kjúklingsins.
Varað er við að neyta kjúklingsins.

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum kjúklingi vegna gruns um salmonellu.

Matvælaframleiðandinn Reykjagarður hf. hefur stöðvað sölu og innkallar af markaði eina lotu af kjúklingi.

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi rekjanleikanúmers:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
  • Rekjanleikanúmer: 001-20-33-1-02
  • Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Hlíðakaup

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert