„Klárlega metdagur í fjölda sýna“

„Þetta er náttúrulega metdagur í fjölda sýna,“ segir Agnar Darri Sverrisson, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en það stefnir í að um 2500 einkennasýni verði tekin í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Ofan á það bætast sýni tekin af fólki í sóttkví og landamærasýni. í heildina verða því líklega tekin um 3.000 sýni við Suðurlandsbraut í dag.  Opnað var í hádeginu og verður vaktin staðin til kl. 20 í kvöld. 

Á landinu var gert ráð fyrir því að að geta tekið allt að 5.000 sýni í dag og því er Um 20 manns hafa unnið að sýnatökunni en átta sýnatökustöðvar hafa verið í húsinu í dag. Þegar sýntakan byrjaði þar fyrst voru þær fjórar. Agnar er ánægður með stundvísi fólks sem hefur létt starfsfólkinu starfið og komið í veg fyrir að langar biðraðir myndist.

Áhersla var lögð á að auka sýna­tök­una vegna þess mik­la fjölda smita sem hef­ur greinst í sam­fé­lag­inu und­an­farið. Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins bárust í kjölfarið ábend­ing­ar um að fólk hafi ekki kom­ist að í skimun þrátt fyr­ir að vera með ein­kenni. 

Töluverð umferð fólks var við Orkuhúsið um kl. 14 í dag þegar mbl.is var á staðnum en þetta virtist ganga vel og fólk þurfti greinilega ekki að staldra lengi við þar. Þá var enn hægt að panta tíma í sýnatöku hjá heilsuveru.is sem Agnar segir skýrt merki um að það hafi tekist að anna eftirspurn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert