Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur mönnum sem hún þarf að ná tali af vegna rannsóknar. Biður lögreglan mennina um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000. 

Þá eru þeir sem þekkja til mannanna beðnir um að láta vita hvar þá er að finna. Hægt er að koma upplýsingum á framfæri á netfangið hallur.hallsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært: Mennirnir eru komnir í leitirnar. Mynd sem fylgdi frétt upphaflega hefur verið tekin út.

mbl.is