Öll börn send heim úr Valhúsaskóla

Allir nemendur Valhúsaskóla voru sendir heim í dag vegna smit …
Allir nemendur Valhúsaskóla voru sendir heim í dag vegna smit sem kom upp hjá nemanda í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öll börn hafa verið send heim úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, en það var gert þar sem smit kom upp hjá einum nemenda skólans í gær. Ólína Thoroddsen skólastjóri segir í samtali við mbl.is að þetta sé gert í forvarnarskyni og ekki um eiginlega sóttkví að ræða, heldur sé nú beðið eftir frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu.

Í Valhúsaskóla eru um 200 nemendur í 7-10 bekk og er að sögn Ólínu talsverð blöndun á milli bekkja og árganga og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Einnig völdu um 20-25 starfsmenn að fara heim í dag.

Ólína segir að nánari upplýsingar verði gefnar síðar í dag þegar farið hafi verið yfir stöðuna betur með smitrakningarteyminu, en hún reiknar með einhverju skólastarfi á morgun.

Aðgerðirnar ná ekki til nemenda 1-6 bekk í Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhússkóla, þar sem þau eru í annarri byggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert