Þrír þingmenn í sóttkví og einn smitaður

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrír alþingismenn eru í sóttkví auk tveggja starfsmanna Alþingis. Einn þingmaður er smitaður af kórónuveirunni og enn í einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis. 

„Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á Alþingi og skrifstofunni og vinnur mikill meirihluti þingmanna og starfsmanna heima út þessa viku“, segir þar. 

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi sjálfur frá því fyrir helgi að hann væri smitaður af kórónuveirunni. 

mbl.is