57 ný innanlandssmit

Sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur undanfarna mánuði skimað fyrir COVID-19.
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur undanfarna mánuði skimað fyrir COVID-19. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

57 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 54 í einkennasýnatökum, tvö í sóttkvíar- og handahófsskimun og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Alls voru 49% í sóttkví við greiningu, eða 28 manns, að því er kemur fram á Covid.is.

Beðið er eftir mótefnamælingu vegna tveggja smita sem greindust á landamærunum en mótefni var að finna í þriðja tilfellinu. 

324 eru einangrun, sem er fjölgun um 43 frá því í gær. Tveir eru á sjúkrahúsi og 2.410 eru í sóttkví. 

Alls voru 5.165 sýni tekin í gær, sem er mesti fjöldi sýna sem tek­inn hef­ur verið á sól­ar­hring frá upp­hafi sýna­töku vegna kór­ónu­veirunn­ar hér­lend­is. Þar af voru einkennasýni sem tekin voru 2.798 talsins. 

Af þessum 2.798 einkennasýnum voru smit 1,93%. 

Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga fer úr 68,4 á milli daga í 83,2. 

mbl.is