Banaslys á Hellissandi

mbl.is

Á ellefta tímanum í morgun barst lögreglunni á Vesturlandi tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellnesi. Einn maður lést í slysinu. Þetta staðfestir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi í samtali við mbl.is.

Slysið varð um klukkan 10.30 í morgun og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Lögreglan á Vesturlandi hyggst ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is