Biðstöðin fær loks skýli

Þeir sem taka vilja strætó við Hádegismóa geta skýlt sér …
Þeir sem taka vilja strætó við Hádegismóa geta skýlt sér fyrir veðri. mbl.is/Kristján H Johannessen

Stoppistöð Strætó við Hádegismóa í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur nú loks fengið skýli á ný. Hefur biðstöðin verið án skýlis frá því í nóvember sl., en þá var hún færð úr hringtorgi og inn á götu vestan við torgið.

Ástæða þess er sú að óheimilt er samkvæmt umferðarlögum að stöðva ökutæki á hringtorgi.

Þegar upp komst um ólögmæti stoppistöðva í hringtorgum þurfti Strætó að loka biðstöðvum, m.a. þeirri sem stendur við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Í kjölfarið urðu hringtorg mikið til umræðu, einkum eftir að Reykjavíkurborg ákvað að skilgreina Hagatorg sem „óhefðbundið“ hringtorg. Í júní sl. nýtti borgin sér svo sérákvæði í umferðarlögum til að heimila notkun stoppistöðvarinnar á ný. Sama ákvæði var þó ekki notað til að opna biðstöðina við Hádegismóa.

„Það liggur minna undir. Þessi biðstöð er mun minna notuð, hún er nær þjóðvegi og þarna er gjarnan meiri hraði,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði. Þá segir hún ekki gert ráð fyrir biðstöð á þessum stað í framtíðarleiðakerfi Strætó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert