Bjart með köflum suðvestanlands

Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig.
Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig. mbl.is/Styrmir Kári

Spáð er norðlægri átt, 8 til 15 metrum á sekúndu, en hægari vindi um landið austanvert í dag.

Dálítil væta verður suðaustantil og él fyrir norðan, en bjart með köflum suðvestanlands.

Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, mildast syðst. Rigning eða slydda og sums staðar snjókoma verður norðantil seint í kvöld og nótt.

Á morgun er spáð norðan 10-15 m/sek og skúrum eða éljum norðanlands, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Lægir víða síðdegis og léttir til um landið norðvestanvert.

Seint í kvöld bætir í úrkomu á Norðurlandi, og það gæti snjóað talsvert niður undir sjávarmál. Akstursskilyrði gætu orðið erfið í kjölfarið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert