Eru að missa 10 til 15 milljarða af útsvarinu

Í bæjarstjórn Akureyrar starfa nú allir flokkar saman.
Í bæjarstjórn Akureyrar starfa nú allir flokkar saman.

„Við erum í miklum samskiptum við ríkisvaldið um með hvaða hætti við getum í sameiningu séð til lands,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en mikill umsnúningur til verri vegar hefur átt sér stað í rekstri sveitarfélaga.

„Við erum að horfa til margra hluta, almenns framlags til að mæta tekjufalli eins og t.d. af útsvarinu en þar sýnist mér að sveitarfélögin séu að missa 10 til 15 milljarða,“ segir Aldís.

Mikið tekjufall blasir því við sveitarfélögum á árinu á sama tíma og veruleg aukning útgjalda á sér stað. Samband íslenskra sveitarfélaga birti í gær uppgjör fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins á fyrri hluta ársins, þar sem í ljós kemur að afkoma þeirra hefur snúist til hins verra upp á tæplega sex milljarða króna. 2,3 milljarða kr. rekstrarafgangur á fyrri hluta seinasta árs hefur snúist í halla upp á 3,6 milljarða króna í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Skuldir þessara sveitarfélaga hækkuðu um 10,2 milljarða frá áramótum, að því er fram kemur í umfjöllun um vanda sveitarfélaganna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »