Kjöraðstæður fyrir næturhálku

Á hjólastíg meðfram Ægisíðu. Við sjávarmál getur verið að ekki …
Á hjólastíg meðfram Ægisíðu. Við sjávarmál getur verið að ekki örli á hálku. mbl.is/​Hari

Talsverðar líkur eru á að hált verði víða á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í fyrramálið. Að minnsta kosti á þeim stöðum þar sem úrkoma náði ekki að þorna áður en sólin hneig til viðar.

Birgir Örn Hösk­ulds­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, segir í sam­tali við mbl.is að kjöraðstæður séu fyrir næturhálku, ekki aðeins í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.

„Í raun víða, nema ef til vill alveg við sjávarmál,“ segir Birgir. „Það er orðið frekar léttskýjað líka, sem bætir ekki úr skák.“

mbl.is