Nýr lögreglubíll til Patreksfjarðar

Ágúst Gunnarsson varðstjóri og Véný Guðmundsdóttir við nýja bílinn.
Ágúst Gunnarsson varðstjóri og Véný Guðmundsdóttir við nýja bílinn. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Lögreglan á sunnanverðum Vestfjörðum hefur tekið í notkun nýjan og sérútbúinn lögreglubíl, sem kemur í gegnum Brimborg og er af gerðinni Volvo XC90.

Bíllinn verður staðsettur á Patreksfirði en kemur til með að þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Lögregluembætti landsins hafa verið að endurnýja bílaflotann í stórum stíl undanfarna mánuði. Þannig fékk lögreglan á Vesturlandi tvo Land Rover Discovery-jeppa í notkun í sumar. Verða þeir jeppar á Snæfellsnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert