Þorgerður sækist ein eftir formennsku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sitjandi formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sitjandi formaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sitjandi formaður Viðreisnar, er eini frambjóðandinn í formannskjöri flokksins sem fram fer 25. september næstkomandi. Alls bárust 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð, þar af tíu framboð í stjórn.

Helst vekur athygli að Benedikt Jóhannesson býður sig fram í stjórn. Ekki fylgir sögunni hvort um sé að ræða stofnanda og fyrrverandi formann Viðreisnar þó það verði að teljast líklegt. Hann hefur áður tilkynnt að hann sækist eftir því að leiða lista Viðreisn­ar á suðvest­ur­horni lands­ins í kom­andi þing­kosn­ing­um.

Framboðsfrestur í öll embætti er liðinn að varaformannsembættinu undanskildu. Sá framboðsfrestur rennur út klukkutíma eftir að kjöri formanns hefur verið lýst en Daði Már Kristó­fers­son, frá­far­andi for­seti Fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands og pró­fess­or í hag­fræði, hefur sýnt embættinu áhuga.

Eftirfarandi framboð hafa borist til embætta Viðreisnar:

Til stjórnar:
Andrés Pétursson
Axel Sigurðsson
Benedikt Jóhannesson
Elín Anna Gísladóttir
Jasmina Vajzovic Crnac
Karl Pétur Jónsson
Konrad H Olavsson
Sigrún Jónsdóttir
Sonja Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Til formennsku í atvinnumálanefnd:
Jarþrúður Ásmundsdóttir
Thomas Möller

Til formennsku í efnahagsnefnd:
Gunnar Karl Guðmundsson

Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd:

Ólafur Guðbjörn Skúlason

Til formennsku í innanríkisnefnd:
Geir Finnsson

Til formennsku í jafnréttisnefnd:
Oddný Arnarsdóttir

Til formennsku í mennta- og menningarnefnd:
Hildur Betty Kristjánsdóttir

Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd:

Jón Þorvaldsson

Til formennsku í utanríkisnefnd:
Benedikt Kristjánsson

mbl.is