Um 60 fjár drapst eftir bílveltu

Dynjandisheiði.
Dynjandisheiði. Kort/Map.is

Um miðjan dag í gær valt fjárflutningabíll á Dynjandisheiði. Bílstjóra og farþega sakaði ekki en um 60 fjár, af þeim 310 sem voru í bifreiðinni drápust eða voru aflífuð á staðnum.

Rannsókn á tildrögum óhappsins er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum, sem greinir frá þessu í tilkynningu. 

Þar segir einnig, að héraðsdýralækni hafi verið tilkynnt um atvikið sem og öðrum sem við á.mbl.is