Verkalýðsforingjar réðu ráðum sínum

Lífskjarasamningarnir voru gerðir í apríl á síðasta ári.
Lífskjarasamningarnir voru gerðir í apríl á síðasta ári. mbl.is/Hari

Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kemur saman til fundar í dag en nefndin hefur nú til umfjöllunar hvort samningsforsendur lífskjarasamninganna hafi staðist.

Þurfa fulltrúar viðsemjendanna í nefndinni að tilkynna fyrir lok september hvort forsendurnar halda.

Formenn allra aðildarfélaga og sambanda ASÍ komu saman til fundar í gær til að ræða stöðuna og hvort tilefni sé til uppsagnar samninganna. Verði þeim sagt upp á grundvelli forsendubrests kemur ekki til umsaminna launahækkana um næstu áramót.

Forystumenn sem rætt var við í gær vörðust allra frétta af umræðunum. ,,Við vorum bara að ráða ráðum okkar. Það var ekkert ákveðið á þessum fundi,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, að loknum formannafundinum í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »