220 sjöundubekkingar í sóttkví og taka próf í október

Samræmd próf í 7. bekk verða haldin í dag og …
Samræmd próf í 7. bekk verða haldin í dag og á morgun. mbl.is/Eyþór Árnason

Um 4.300 nemendur í sjöunda bekk þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku í dag og í stærðfræði á morgun.

Í tilkynningu frá Menntamálastofnun segir að framkvæmd prófanna hafi gengið vel og greinilegt að góður undirbúningur skóla sé að skila sér. 

Um 220 nemendur í fimm grunnskólum eru hins vegar í sóttkví og taka prófin því ekki að svo stöddu. Menntamálastofnun hefur boðið upp á varaprófdaga dagana 12. og 13. október og stefnt að því að nemendur í sóttkví taki prófin þá. Geti skóli hins vegar ekki haldið próf á varaprófdögum munu skólastjóri og Menntamálastofnun finna nýja prófdaga.

Í næstu viku verða samræmd próf haldin í 4. bekk.

Segir í tilkynningunni að útfærsla varaprófdaganna og þétt samvinna við skólastjórnendur muni auka sveigjanleika próftöku við þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert