Enn á gjörgæslu eftir alvarlegt vinnuslys

Slysið átti sér stað í Breiðadal, inn af Önundarfirði.
Slysið átti sér stað í Breiðadal, inn af Önundarfirði. Ljósmynd/Bæjarins besta

Starfsmaður Orkubús Vestfjarða  er enn á gjörgæsludeild eftir vinnuslys sem varð á fimmtudaginn við tengivirki í Breiðadal. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Vestfjörðum og Vinnueftirlitinu. Þetta kemur fram hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Starfsmaðurinn var við vinnu í tengivirki Landsnets og Orkubúsins fyrir Breiðdalslínu 1 þegar slysið varð.

mbl.is