Fengu að sitja aukafund almannavarna

Magnús og Birta á sérstökum aukafundi almannavarna í dag.
Magnús og Birta á sérstökum aukafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Dagskrárgerðarmenn Krakkafrétta RÚV, þau Birta og Magnús, fengu í dag tækifæri til þess að spyrja Víði Reynisson yfirlögregluþjón og Ölmu D. Möller landlækni spurninga um kórónuveirufaraldurinn sem brenna á yngstu kynslóðinni.

Magnús og Birta fengu að sitja sérstakan aukafund að hefðbundnum upplýsingafundi almannavarna loknum, en hann fór fram síðdegis.

Fundurinn var tekinn upp og verður sýndur á næstu dögum, eins og segir í tilkynningu á facebooksíðu almannavarna.

Upplýsingafundir almannavarnadeildar og embættis landlæknis, vegna Covid-19, eru nú orðnir fleiri er 115 - Sérstakur...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Fimmtudagur, 24. september 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert