Framlögin langhæst hér á landi

Nýtt íþróttahús ÍR tekið í notkun fyrir þremur vikum.
Nýtt íþróttahús ÍR tekið í notkun fyrir þremur vikum. mbl.is/Árni Sæberg

Útgjöld hins opinbera til íþrótta og tómstundastarfs eru mun hærri hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi sem nýbirtar tölur Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, ná til.

Hlutur íþrótta og tómstunda af útgjöldum hins opinbera er langhæstur á Íslandi í samanburði við 30 önnur Evrópuríki og var 3,7% af heildarútgjöldunum á árinu 2018. Ísland er einnig í efsta sæti ef útgjöldunum er deilt niður á íbúa umreiknað í evrur.

Hér voru framlögin 963 evrur á íbúa á árinu 2018 og situr Lúxemborg í öðru sæti með 500 evrur á íbúa. Soffía Ámundadóttir, formaður íþróttanefndar menntamálaráðuneytisins, segir ánægjulegt að stjórnvöld styðji svona vel við íþróttir á Íslandi, þegar tölurnar eru bornar undir hana.

„Á þessum fordæmalausu tímum tel ég þetta bestu leiðina við að vinna gegn þunglyndi og einangrun landsmanna. Forvörn í gegnum íþróttir er sterkt vopn,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert