Réðst á starfsmann verslunar

Maðurinn sem réðst á starfsmanninn var í annarlegu ástandi.
Maðurinn sem réðst á starfsmanninn var í annarlegu ástandi. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var um líkamsárás og gripdeild í verslun við Laugaveg upp úr klukkan tvö í nótt. Ungur maður í annarlegu ástandi réðst á starfsmann verslunarinnar þegar starfsmaðurinn var að vísa honum út.

Maðurinn mun hafa tekið vörur með sér úr versluninni. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglunnar, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108. Bifreið var ekið á aðra bifreið og ók sá sem olli tjóninu af vettvangi. Bifreið þess ekið var á var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Tjónþoli náði upptöku af ökumanni hinnar bifreiðarinnar og bifreiðinni sjálfri. Málið er í rannsókn.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar á Suðurlandsvegi, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is