Samninganefnd ASÍ kölluð saman

Lífskjarasamningur undirritaður.
Lífskjarasamningur undirritaður. mbl.is/Hari

Forsendunefnd SA og ASÍ fundaði í gær til að fara yfir forsendur lífskjarasamninganna en niðurstaða um hvort þær hafa staðist þarf að liggja fyrir í síðasta lagi kl. 16 næsta miðvikudag. Hefur samninganefnd ASÍ verið boðuð til fundar í dag.

Skv. heimildum innan launþegahreyfingarinnar er ekki áhugi á því í verkalýðshreyfingunni að segja samningum upp núna og var einhugur um það á formannafundi í fyrradag að standa fast við að umsamdar launahækkanir kæmu til framkvæmda um næstu áramót.

„Forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hittist fyrr í dag og fór yfir forsendur lífskjarasamningsins. Ákveðið var á þessum fundi að funda aftur á morgun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í gær.

Hutverk forsendunefndarinnar er að ákveða hvort forsendurnar halda. Ef þær gera það ekki ber félögunum sem eiga aðild að samningnum ásamt SA að bregðast við því og bendir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á að þeim sé skylt að leita allra leiða til að ná saman um þau atriði sem út af standa. ,,Við getum ekki tekið neina afstöðu fyrr en niðurstaða forsendunefndarinnar liggur fyrir,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »