„Sigur fyrir íslenskt samfélag“

Mótmælt var á Austurvelli í síðustu viku.
Mótmælt var á Austurvelli í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon
Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar.
Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar.

„Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki.“

Þetta segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi, sem fékk í dag dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Málið verði til að ryðja brautina

„Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir í tilkynningu sem Magnús hefur sent fjölmiðlum.

„Það er óskandi að mál þetta verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús.

„Réttlætið sigrar stundum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert