Smit í MS — Kennsla á netið

Kennsla í Menntaskólanum við Sund fer fram á netinu næstu …
Kennsla í Menntaskólanum við Sund fer fram á netinu næstu daga. mbl.is/Árni Sæberg

Nemandi við Menntaskólann við Sund greindist í gær með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Már Vilhjálmsson rektor í samtali við mbl.is. Fyrir vikið verður öll kennsla rafræn í dag og á morgun meðan beðið er eftir frekari fyrirmælum frá smitrakningarteymi almannavarna.

Enginn er enn í sóttkví vegna smitsins, en Már segir að starfsfólk skólans hafi hafist handa við það strax í morgun að senda smitrakningarteyminu ítarlegar upplýsingar um þá tíma sem nemandinn hefur að undanförnu sótt, í hvaða stofum hann hefur verið og með hverjum.

Þegar kennsla hófst í framhaldsskólum í síðasta mánuði var kennsla alfarið rafræn fyrst um sinn, en síðustu vikur hefur skólinn verið með blöndu af fjar- og staðnámi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert