Varð undir bifreið og lést

mbl.is

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í gær á Hellissandi varð undir bifreið sem hann var að vinna við. Þetta kemur fram hjá lögreglunni á Vesturlandi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar, en ekki er grunur um saknæmt athæfi eða aðild annarra að slysinu að sögn lögreglunnar.

Slysið varð um klukk­an 10.30 í gærmorgun og var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar send á vett­vang.

mbl.is