Víðir laus úr sóttkví

Víðir Reynisson á upplýsingafundi.
Víðir Reynisson á upplýsingafundi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er laus úr sóttkví eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu í gærkvöldi úr sýnatöku.

Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna.

„Hann er mættur til vinnu en það er ekki eins og við höfum misst hann eitthvað frá okkur. Við vorum með hann í gegnum fjarfundarbúnað, “ segir Jóhann en Víðir vann heiman frá sér. 

mbl.is