Yfir 25 þúsund undirskriftir hafa safnast

Frá mótmælum á Austurvelli.
Frá mótmælum á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 25 þúsund manns tekið þátt í undirskriftasöfnuninni „Nýju stjórnarskrána strax!“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá.

Þar segir að undirskriftasöfnunin hafi farið langt fram úr vonum og að ekkert lát sé á undirskriftum. Því hafi verið ákveðið að setja markið hærra og stefna að 30 þúsund undirskriftum fyrir 20. október en markmið var áður 25 þúsund undirskriftir.

„Það lýsir bágborinni stöðu í lýðræðisríki að almennir borgarar þurfi að krefja þjóðþing sitt um að það virði úrslit kosninga sem það sjálft boðaði til fyrir bráðum átta árum. En sú er staðan á Íslandi. Gríðarleg þátttaka í undirskriftasöfnuninni sýnir hins vegar að landsmenn ætla ekki að sætta sig við þessa framkomu. Yfir 25000 þúsund kjósendur hafa nú þegar sýnt það í verki,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is