45 ný innanlandssmit

400 manns eru í ein­angr­un.
400 manns eru í ein­angr­un. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Alls greindust 45 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær, þar af 36 í ein­kenna­sýna­tök­um og níu í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun.

Af þeim sem greindust voru 28 í sóttkví. Voru því sautján utan sótt­kví­ar.

Þrjúsmit greind­ust við landa­mær­in og er mót­efna­mæl­ing­ar beðið í öllum tilvikum. Þrír greindust með virk smit á landamærunum á miðvikudag og tveir á þriðjudag. Báða dagana greindist einn með mótefni á landamærum.

400 manns eru í ein­angr­un með virk smit og 2.362 í sótt­kví. Í skimunarsóttkví eru 1.685 manns.

Tveir eru á sjúkrahúsi og fjölgar um einn á milli daga.

mbl.is