Bóknám allt í fjarkennslu

Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Nemendur ná æ betri tökum á fjarnámi og kennarar hafa verið opnir fyrir breytingum á starfsháttum sínum,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

„Vissulega kemur ekkert í staðinn fyrir staðnám og samskipti, en til lengri tíma litið þætti mér fráleitt að nýta ekki reynslu og þekkingu sem við höfum öðlast nú á veirutímanum til breytinga eða frekari framþróunar á skólastarfi,“ bætir hún við í samtali í  Morgunblaðinu í dag.

Um 530 nemendur eru við FVA og í þessari viku hafa nemendur í bóknámi allir setið heima. Fyrirlestrum kennara er varpað út á netið og vinna við verkefni og skil á þeim eru rafræn. Verklegar greinar við skólann hafa nú í vikunni hins vegar verið kenndar á staðnum, svo og áfangar á starfsbraut. Trésmíði, málmiðnir og rafvirkjun eru í sérstökum verknámsbyggingum þar sem vel er gætt að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum og samskiptum fólks er haldið í lágmarki. Sjúkraliðanám er svo að stórum hluta kennt í fjarkennslu, rétt eins og hefð er fyrir. Ekki er ljóst enn hvernig skólastarfi í næstu viku verður háttað. Þau mál skýrast um helgina en skólameistarinn segist vongóð um að hægt verði að hefja staðnám að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert