Borgin styrkir deilibílaleigur

Deilibílaleiga í Reykjavík.
Deilibílaleiga í Reykjavík. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Tillaga borgarstjóra um að borgin styrki deilibílaleigur var samþykkt í borgarráði í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Reykjavíkurborgar. Slíkar leigur gefa fólki þann kost að þurfa ekki að eiga og reka bíl. 

Tilgangur styrksins er að veita fólki aðgang að bíl fyrir styttri og lengri ferðir innan borgarinnar. Stofnað var til deilibílaverkefnis á vegum borgarinnar árið 2017 og gerir tillaga borgarstjóra ráð fyrir að skrifstofu borgarstjóra- og borgarritara verði falið að útfæra áframhald á því verkefni í samvinnu við skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar á umhverfis- og skipulagssviði.

Framlag borgarinnar til verkefnisins verður að hámarki fimm milljónir ár ári en tilgangurinn með stuðningnum er að tryggja umhverfisvænar bifreiðar, gæði þjónustunnar, fjölda bíla og dreifingu þeirra í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert