Hafa sótt um niðurrif húss sem þegar er rifið

Skólavörðustígur 36. Búið er að rífa húsið að mestu leyti. …
Skólavörðustígur 36. Búið er að rífa húsið að mestu leyti. Var það kært til lögreglu. Búast má við því að dómsmál þess efnis taki nokkur ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að sækja um heimild til niðurrifs húss á Skólavörðustíg 36 hjá byggingarfulltrúa. Umsóknin er óvenjuleg fyrir þær sakir að þegar er búið að rífa stærstan hluta hússins, en var það gert í leyfisleysi.

Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið frestað um sinn. „Við frestuðum afgreiðslunni og sögðum að þetta yrði tekið til afgreiðslu samhliða byggingarleyfisumsókn og nú er það til afgreiðslu,“ segir Nikulás.

Niðurrif hússins var kært til lögreglu enda lá ekki fyrir heimild til þess hjá byggingarfulltrúa. Var það auk þess friðað vegna hverfisverndar. Það var talið hafa menningarsögulegt gildi sem hluti af heillegri byggð húsa frá þriðja áratug 20. aldar á Skólavörðuholti.

Þetta kemur fram í húsakönnun fyrir svæðið, sem Minjasafn Reykjavíkur vann 2009. Árið 1968 var innréttað verslunarhúsnæði á neðri hæð hússins, sem hafði þá um tíma verið notuð undir skrifstofur. Um leið var gluggum á framhlið hæðarinnar breytt í stóra verslunarglugga og inngangur settur á þá hlið. Síðan var opnuð þarna Búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert