Helmingur með 533 til 859 þúsund í laun

Tíundi hver var með heildarlaun yfir 1.128 þúsund krónum.
Tíundi hver var með heildarlaun yfir 1.128 þúsund krónum. mbl.is/Golli

Helmingur launafólks í fullu starfi var með heildarlaun á bilinu 533 til 859 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Tíundi hver launamaður var með heildarlaun yfir 1.128 þúsund krónum.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu.

Heildarlaun eru öll laun einstaklings, þar með talið greiðslur fyrir yfirvinnu, ákvæðisvinnu og orlofs- og desemberuppbót.

Hlunnindi teljast ekki til heildarlauna.

mbl.is

Bloggað um fréttina