Neitaði sök um manndráp og íkveikju

Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í júní. Maður sem hefur verið ákærður …
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í júní. Maður sem hefur verið ákærður vegna málsins neitar sök. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á sjötugsaldri, sem ákærður er fyrir íkveikju og manndráp í tengslum við brunann Bræðraborgarstíg í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is.

Í þinghaldinu í morgun var lagt fram mat um ósakhæfi mannsins, en ákæruvaldið óskaði eftir aukaspurningum við matið. Kolbrún segir að þar sé um að ræða spurningar til að meta stöðu hans í dag sem og hvort gera þurfi öryggisráðstafanir verði komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ósakhæfur.

Verjandi mannsins óskaði eftir að þinghald málsins yrði lokað, en ekki var fallist á það að svo stöddu og verður ákvörðun um það tekin síðar.

Kolbrún segir að næstu skref sé fyrirtaka í málinu þar sem viðbótarmatið verði lagt fram.

Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því að hann var handtekinn sama dag og bruninn varð. Þrír lét­ust í brun­an­um, öll pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar, og vakti málið mikla reiði meðal margra sem kröfðust úr­bóta í mál­efn­um er­lends verka­fólks hér á landi.

mbl.is