Órói á vinnumarkaði

Lífskjarasamningur undirritaður.
Lífskjarasamningur undirritaður. mbl.is/Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að boða deiluaðila á vinnumarkaði á sinn fund til að fara yfir stöðuna. Samtök atvinnulífsins sögðu í gær að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar og því þyrfti að grípa til viðeigandi ráðstafana.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, er á öndverðum meiði og segir það munu senda mjög alvarleg skilaboð út í samfélagið ef launahækkanir verði frystar.

„Við munum boða þessa aðila til fundar, til að fara yfir stöðuna með þeim sameiginlega,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. „Því það er alveg ljóst að ef það stefnir í átök á vinnumarkaði, þá er það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu núna, vegna heimsfaraldurs og afleiðinga hans,“ bætir hún við. Spurð hvort það sé afstaða stjórnvalda, að forsendur kjarasamninga séu ekki brostnar, segir Katrín:

„Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að boðað verði til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja samtakanna um hvort segja eigi lífskjarasamningnum upp. Að hans sögn mun þeirri atkvæðagreiðslu ljúka í síðasta lagi á þriðjudag. ASÍ hafi hafnað beiðni SA um samstarf þar sem leita átti lausna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »