Ráðstafanir óbreyttar þrátt fyrir hópsmit

Ellefu íbúar Stykkishólmsbæjar eru nú í einangrun.
Ellefu íbúar Stykkishólmsbæjar eru nú í einangrun. mbl.is

Hvorki þykir tilefni til þess að herða né slaka á aðgerðum í Stykkishólmi þrátt fyrir þann fjölda kórónuveirusmita sem greinst hefur í bænum að undanförnu. Þetta er niðurstaða fundar viðbragðsteymis Stykkishólmsbæjar og aðgerðastjórnar almannavarna Vesturlands sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bæjarins.

Síðasta sólarhring greindust tvö ný smit í Stykkishólmi og eru því 11 skráð tilfelli kórónuveiru hjá íbúum bæjarins og eru allir í reinangrun, þar af tveir sem taka út einangrun sína í Reykjavík.

Í dag fóru svo 11 einstaklingar í sýnatöku og er niðurstaða hennar ventanleg á morgun.

Eftirfarandi ráðstafanir eru enn í gildi í Stykkishólmi og segir á vefsíðu bæjarins að þær hafi reynst vel.  

  • Grunnskólinn í Stykkishólmi hefur tekið upp hólfaskiptingu líkt og gert var í vor. Skólinn opnar kl. 08:10
  • Leikskólinn í Stykkishólmi hefur einnig tekið upp hólfaskiptingu, en starfstími leikskóla helst óbreyttur.
  • Tónlistaskóli Stykkishólms heldur óbreyttu námi fyrir börn á grunnskólaaldri en hefur tekið upp fjarkennslu fyrir eldri nemendur. 
  • Dvalarheimili aldraðra hefur tímabundið lokað fyrir heimsóknir, en það á einnig við um búseturéttaríbúðir.
  • Heilbrigðisstofnun Vesturlands lokar tímabundið fyrir heimsóknir á legudeild í Stykkishólmi. 
  • Íþróttamiðstöð/sundlaug Stykkishólmsbæjar leggur aukna áherslu á sóttvarnir.
  • Amtsbókasafn Stykkishólms leggur aukna áhersla á sóttvarnir. Aðalinngangur er lokaður, en gengið er inn að aftan.
  • Ráðhús Stykkishólmsbæjar og aðrar stofnanir loka tímabundið fyrir gestum.
  • Félagsmiðstöðin X-ið hefur lagt niður starfsemi þar til línur skýrast.
  • Snæfell hefur tímabundið lagt niður æfingar.
mbl.is