Ruslabrenna orsakaði gróðureld

Myndin er tekin á vettvangi brunans.
Myndin er tekin á vettvangi brunans. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Brunavörnum Árnessýslu var í dag tilkynnt um gróðureld í Tjarnabyggð í Árborg. Um stund var hætta á frekari útbreiðslu, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk vel að ráða niðurlögum eldsins.

Útkallið barst um klukkan hálfeitt og fóru slökkviliðsmenn frá Selfossi á vettvang. Þrátt fyrir mikinn eldsmat gekk slökkvistarf vel. Eldsupptök eru rakin til þess að verið var að brenna rusl á svæðinu og hljóp eldurinn í nærliggjandi gróður.

Fram kemur í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu að bannað sé með öllu að brenna rusl í almenningi. Ber fólki þess í stað að farga rusli sínu á sérstökum móttökusvæðum.

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is