Samningur um Herjólf endurskoðaður

Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.
Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur fallist á ósk Vegagerðarinnar um endurskoðun á þjónustusamningi um ferjusiglingar á milli lands og Eyja vegna breyttra forsendna.

Málið snýst um viðbótarkostnað vegna meiri mönnunar skipsins en gert var ráð fyrir þegar samið var.

Samgöngustofa krafðist þess að fleiri menn yrðu í áhöfn nýja Herjólfs, þegar mönnunin var endurskoðuð, en gert var ráð fyrir í þjónustusamningi Vegagerðarinnar við Vestmannaeyjabæ um ferjusiglingar. Kostnaður Herjólfs ohf. er því mun meiri en gert var ráð flyrir og er ein helsta ástæðan fyrir miklum taprekstri félagsins í ár. Vestmannaeyjabær telur að ríkið eigi að greiða þennan aukakostnað. Vegagerðin viðurkennir breyttar forsendur en vísar til annarra ákvæða og fyrirvara þar sem fram kemur að greiðslur þurfi að vera innan fjárveitinga. Þess vegna ákvað Vegagerðin að óska formlega eftir endurskoðun samnings, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert