Segir túlkun SA ekki standast

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir túlkun SA ekki standast …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir túlkun SA ekki standast varðandi uppsögn á lífskjarasamningnum. Haraldur Jónasson/Hari

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir túlkun Samtaka atvinnulífsins á forsendubresti vegna lífskjarasamningsins ekki standast. Segir hún að engin af þremur forsendum samningsins hafi brostið og að sá forsendubrestur sem SA tali um í yfirlýsingunni sé samningunum óviðkomandi og veiti ekki heimild til uppsagnar hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar í Fréttablaðinu.

Segir hún að einn forsendubresturinn sem SA hafi bent á varði tímasett vilyrði stjórnvalda sem lofuðu, að beiðni verkalýðshreyfingarinnar, að takmarka 40 ára verðtryggð húsnæðislán. Segir Sólveig að þar sem um hafi verið að ræða atriði sem kom að beiðni verkalýðshreyfingarinnar, en ekki atvinnurekenda, sé það verkalýðshreyfingarinnar að skera úr um hvort þar hafi orðið forsendubrestur. Þá sé í smíðum frumvarp sem fullnægja mun umræddu loforði.

Segir hún SA aðeins sækjast eftir því að snúa sig úr gildandi samningum, en það komi umsömdum forsendum ekki við. Segist Sólveig lýsa miklum efasemdum að uppsögn samningsins á þessum „fölsku forsendum“ SA fái staðist og vill að slíkri uppsögn, komi til hennar, verði vi´sað til Félagsdóms.

Í lífskjarasamningnum má sjá að eftirfarandi þrjár forsendur eru settar fram sem samningsforsendur:

1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.

2. Vextir taki verulegum lækkunum fram að endurskoðun samningsins í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.

3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar „Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga“ og „Yfirlýsing ríkisstjórnar um aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar“ sem gefnar eru í tengslum við kjarasamning þennan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert