Snarpur skjálfti undan Grímsey

Höfnin í Grímsey. Mynd úr safni.
Höfnin í Grímsey. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Snarpur skjálfti, 3,7 að stærð, varð 12,5 kílómetra norðaustur af Grímsey upp úr klukkan 11.30 fyrir hádegi.

Fjöldi smærri skjálfta hefur mælst á svæðinu í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar, mestur þeirra skjálfti af stærðinni 2,4.

Í júní varð jarðskjálfti, 4 að stærð, 33 kílómetra vest­ur af Gríms­ey. Í sama mánuði varð skjálfti af stærðinni 5,8 norðaustur af Siglufirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert