Vel fylgst með langtímaspám í Laugardal

Laugardalsvöllur. Algeng vorverk hafa verið unnin á vellinum undanfarið og …
Laugardalsvöllur. Algeng vorverk hafa verið unnin á vellinum undanfarið og svo verður fram að landsleikjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalandsliðið í knattspyrnu leikur þrjá landsleiki á Laugardalsvelli á einni viku eftir um hálfan mánuð. Völlurinn er í góðu standi miðað við álag undanfarið og hefur Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri, ekki miklar áhyggjur af vellinum að svo stöddu . Hann segist þó fylgjast vel með langtímaveðurspám.

Kristinn sagði í gær að á síðustu fjórum vikum hefði talsvert álag verið á vellinum með þremur landsleikjum kvenna og karla og þeim fylgdu jafnan æfingar liða og dómara. Hann segir að frá því í byrjun ágúst hafi verið unnið að undirbúningi fyrir leiki haustsins og sá dagur ekki liðið að ekki væri eitthvað unnið í vellinum. Miðað við aðstæður megi segja að völlurinn sé á áætlun og segist Kristinn hafa rætt við aðstandendur landsliðsins um æfingaálag þegar nær dregur landsleikjunum í október.

„Hærra hitastig, eins og útlit er fyrir, mun hjálpa okkur og við vonumst eftir rigningu um helgina,“ segir Kristinn. „Í dag og í gær bárum við áburð á völlinn, sáðum fræi og gerðum við sár. Völlurinn var sleginn á miðvikudag og fram að leik verður hann sleginn nokkrum sinnum. Ekki bara til að losna við grasið heldur ekki síður til að halda lífi í grasinu og gera munstur í völlinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert