35 í einangrun og 184 í sóttkví

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Samtals eru 35 starfsmenn Landspítalans í einangrun og 184 eru í sóttkví A.

Þetta kemur fram á vef spítalans. Þeim sem eru í sóttkví hefur því fjölgað lítillega frá því í gær en jafnmargir starfsmenn eru í einangrun. 

Tveir sjúklingar liggja inni vegna Covid-19 og 437 eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar.

Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ritaði í gær sagði hann stöðuna afleita og að óhjákvæmilega hafi ástandið áhrif á stöðu mála á spítalanum. 

mbl.is