38 ný smit innanlands

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls greindust 38 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af 28 í einkennasýnatökum og 10 í sóttkvíar- og handahófsskimunum. 53% þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, eða 20 manns.

Þetta kemur fram á covid.is.

Tvö smit greindust á landamærunum og er beðið mótefnamælingar í báðum tilvikunum. Alls eru 435 í einangrun, sem er fjölgun um 35 síðan í gær. Tveir liggja enn á sjúkrahúsi. 

Tekin voru 2.930 sýni, þar af 1.205 einkennasýni hjá veiru- og sýklafræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. 

Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.00 íbúa síðustu fjórtán daga er komið í 113,2, sem er það mesta á Norðurlöndunum.

mbl.is