Gæti komið til hertra aðgerða

Þórólfur Guðnason segir að staðan skýrist á næstu tveimur sólarhringum.
Þórólfur Guðnason segir að staðan skýrist á næstu tveimur sólarhringum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Næstu tveir sólarhringar munu leiða í ljós hvort Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir muni leggja til að sóttvarnaraðgerðir verði hertar. Þórólfur taldi þó ágætt að faraldurinn væri í línulegum vexti en ekki veldisvexti, að því er fram kemur í frétt RÚV.

38 innanlandssmit greindust í gær og var rúmlega helmingur smitaðra í sóttkví en 435 eru nú í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa síðustu fjórtán daga er nú komið í 113,2, sem er það mesta á Norðurlöndunum. 

Frétt af mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert