Gufa í Bárðarbungu

Sigketillinn. Ljóst er að hiti er undir.
Sigketillinn. Ljóst er að hiti er undir. Landhelgishæslan/TF-SIF

Gufa upp úr öðrum opna sigkatlinum í Bárðarbunguöskjunni hefur ekki áður sést jafn greinilega og þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir í vikunni.

Ljóst er að hiti er undir en Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að fullyrða að aukin virkni sé í eldstöðinni.

Bárðarbunga er ein af megineldstöðvunum í Vatnajökli og eitt virkasta svæði landsins. Jarðvísindamenn hafa fylgst sérstaklega með henni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »