Mál gegn starfsmanni frístundaheimilis fellt niður

Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður.

Þetta staðfestir Unnar Örn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi. Hann segir ásakanir á hendur skjólstæðingi sínum hafa verið tilhæfulausar. Kærufrestur í málinu er liðinn. 

Unnar segir að málið hafi tekið mikið á skjólstæðing sinn og fullyrðir Unnar að ljóst hafi verið frá upphafi að ekkert væri til í ásökunum á hendur honum.

Maðurinn var handtekinn í maí á þessu ári og úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Síðar felldi Landsréttur úrskurðinn úr gildi.

Sömuleiðis var maðurinn leystur frá störfum á frístundaheimilinu sem hann starfar á meðan á rannsókn málsins stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert