Sáðu birkifræjum í Selfjalli

Stemningin var góð þegar ljósmyndari mbl.is mætti á svæðið í …
Stemningin var góð þegar ljósmyndari mbl.is mætti á svæðið í morgun. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær hófust í morgun handa við að sá birkifræjum í örfoka landi í Selfjalli í Lækjarbotnum.

Verkefnið er hluti af landsátaki til útbreiðslu birkiskóga sem hófst á Degi íslenskrar náttúru 16. september þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra söfnuðu birkifræjum í skógarlundi við Bessastaði í sérstök söfnunarbox.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Söfnunarboxin liggja frammi  í verslunum Bónus á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Terru en þar eru einnig staðsettar söfnunartunnur til að skila fræjunum í að lokinn söfnun.

Leikurinn verður svo endurtekinn í Kópavogi laugardaginn 3. október klukkan 11.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert